miðvikudagur, 16. febrúar 2011

Að rækta ástina í lífi sínu

Gott hjónaband gerist ekki óvart og hjón sem ætla ekkert sérstakt enda einmitt þar. Okkur langar til að vekja athygli á hjónanámskeiði sem við stöndum að:
• Vídalíns- og Laugarneskirkja bjóða nú upp á námskeið til að efla samvinnu í sambúð og hjónabandi. Þetta námskeið er ætlað öllum pörum sem finnst kominn tími til þess að ná nýjum árangri í samskiptum sínum.

• Námskeiðið verður haldið fjögur þriðjudagskvöld í röð kl. 20:00 – 22:00 frá 1. til 22. mars, ýmist í safnaðarheimili Vídalínskirkju eða Laugarneskirkju. Stjórnendur eru tvenn prestshjón Jóna Hrönn Bolladóttir og Bjarni Karlsson ásamt Betsy og Gregory Aikins.

Við tölum oft um heilagt hjónaband en vitum e.t.v. ekki hvað við meinum. Markmið námskeiðsins er að styðja hjón og sambúðarfólk í því að leyfa heimili sínu að vera raunverulegur griðastaður, helgidómur, þar sem börn og fullorðnir finna frelsi til að vera sjálfum sér samkvæm.

• Fyrirspurnir má senda á jonahronn@gardasokn.is og srbjarni@ismennt.is.
• Skráning fer fram þriðjudaga til föstudaga milli 9 og 12 í síma 5656380.
• Námskeiðið kostar kr. 5000.- fyrir parið og við skráningu er greitt staðfestingargjald kr. 2000.- sem dregst frá námskeiðsgjaldi.