laugardagur, 25. júlí 2009

Frumvarp um ráðgefandi stjórnlagaþing

Bjarni skrifar: 
Ég verð að fagna hinu nýja frumvarpi um ráðgefandi stjórnlagaþing. Með þessu er vonandi verið að efna til yfirvegaðrar umræðu um grundvallarskipan þjóðfélagsins. Það verður mikið verk að endurnýja samfélagssáttmálann í landi okkar og því samtali verður að stýra sterkur hópur verðugra fulltrúa almennings. Nú ríður á að skilgreina þannig að allur almenningur skilji og finni með sjálfum sér hvað almannahagsmunir eru og almannaheill. Við þurfum samtal sem nær til allra. Tími atvinnustjórnmálamanna og hinna gírugu sérhagsmuna verður að kveðja en öld lýðræðis og samstöðu að renna upp í þessu landi. Í stað kappræðu þarf nú að iðka samræðu, í stað valdsöfnunar verður nú að iðka valddreifingu.  

Ég skora á dr. Pál Skúlason að gefa kost á sér til þessa þings.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl hjónakorn,
http://herbert.blog.is/blog/herbert/

Kv.
Herbert

Nafnlaus sagði...

Sæll Herbert.
Hætan sem þú bendir á í pistlinum sem þú vísar til er raunveruleg. Það að stjórnlagaþing sé ráðgefandi en ekki ráðandi getur boðið heim vissri hættu. Hitt ber þó á að líta að kosningin verður opið persónukjör ef ég skil þetta rétt og Guð hjálpi þeim stjórnmálamönnum sem ætla sér að setja fingurna í niðurstöður þess. Ég treysti mér þó ekki til að hafa afgerandi skoðun um þetta atriði, enda má spyrja hvað sé unnið með öðru en að láta stjórnlagaþing hafa hreint og óskorða vald. Ég vildi gjarnan heyra þau rök. En aðal atriðið er þó í mínum huga það að stjórnlagaþing sé stofnsett og að vandað verði til valsins. Ef þar tekst vel til ekki síst með því að beita bestu aðferðum í stefnumótun með því að kalla eftir upplýsingum og viðhorfum úr sem flestum áttum og vinna markvisst úr efninu svo að til verði klár mynd af þjóðarvilja þá verður þar til ómetanlegt plagg sem ekki verður framhjá gengið.
En auðvitað megum við búast við því að valdasjúklingar samfélagsins teygi sína löngu arma í þessa átt ekki síður en aðrar.

Takk fyrir áhugann

Bjarni Karlsson