fimmtudagur, 10. nóvember 2011

Af heilum hug

Jæja, vinir, nú er það sjálfur útgáfudagur bókarinnar sem við hjónin höfum unnið að ásamt Björgu Árnadóttur rithöfundi í meira en heilt ár.

Bókin ber nafnið Af heilum hug og við erum þess fullviss að þessi bók skipti máli fyrir samfélag okkar.
Þetta er hamingjubók því hún felur í sér sögur um ást og um trú. Þetta er líka vonarbók sem lýsir því hverning vonin fæðist, hvernig hún er nærð og hvernig til hennar er sáð svo að hún haldi áfram að viðhaldast. Í þessu riti er enginn meiddur eða móðgaður, en mörg erfið mál tekin til umfjöllunar með skapandi hætti og eins góðri samvisku og kostur er á. Bókin er líka hugsuð sem breytingabók, bók sem breyti hugarfari og vísi í átt að lausnum ekki síst á vettvangi kirkju og trúarlífs í okkar nútíma.

Verið velkomin í útgáfuteitið í Máli og menningu á Laugavegi í dag kl. 17 - 18:30.

Engin ummæli: