Í Adrenalíni gegn rasisma koma unglingar í Laugalækjarskóla og nýbúadeild Austurbæjarskóla saman til þess að efla vináttu og draga úr fordómum milli ólíkra kynþátta.
Það er Laugarneskirkja, Laugalækjarskóli og nýbúadeild Austurbæjarskóla sem standa að verkefninu og þátttakendur eru í 9. og 10. bekk. Við stofnuðum félagið árið 2000 og á þessum tíma hafa hundruðir unglinga tekið þátt í starfinu með frábærum árangri. Hápunktur hverrar annar er ferðalag þar sem þátttakendur glíma saman við íslenska náttúru svo að adrenalínið flæðir og gagnkvæm þekking og vinátta verður til.
Við hvetjum líka fólk til að heita á okkur því þessi starfssemi er algerlega rekin á frjálsum framlögum og er hreinræktað grasrótarstarf.
Bjarni Karlsson
Engin ummæli:
Skrifa ummæli