sunnudagur, 26. apríl 2009

Nú mæli ég með tónleikum í kvöld

Jóna Hrönn skrifar:

Nú þegar kosningaúrslit eru komin í hús vil ég mæla með frábærum gospeltónleikum sem fram munu fara í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ í kvöld, sunnudaginn 26.4. kl. 20:00.

Ný og gömul gospeltónlist verður flutt undir stjórn Maríu Magnúsdóttur kórstjóra.

Hljómsveit í sérflokki sér um undirleikinn og hana skipa: Ómar Guðjónsson á gítar, Óskar Einarsson á píanó,

Jóhann Ásmundsson á bassa, Brynjólfur Snorrason á trommur og sérstakur gestur með kórnum er Daníel Þór Bjarnason rappari með meiru.

Aðgangseyrir er 1000 krónur fyrir fullorðna, en 500 fyrir börn yngri en 12 ára og nemendur í FG.

Hluti af miðasölu fer í Ljósberasjóð Vídalínskirkju sem er til styrktar börnum í Garðabæ.

Forsala á miðum verður í Vídalínskirkju síðasta vetrardag 22. apríl kl. 18:30.

Taktu á móti sumrinu með gospelkór Jóns Vídalíns

Engin ummæli: