þriðjudagur, 29. september 2009

Að bæta samskipti sín

Bjarni skrifar:

Mig langar að vekja athygli á frábæru námskeiði sem ég stend fyrir ásamt frábæru fólki í Laugarneskirkju. Þar er boðið upp á tækifæri til þess að ná nýjum árangri í mannlegum samskiptum. Hvar sem við erum í lífinu þurfum við að komast af við fólkið í kringum okkur og það getur sparað okkur mikið að skilja ólíkar manngerðir. Námskeiðið er ókeypis og stendur næstu fjögur þriðjudagskvöld. Yfirskriftin er: Efling samskipta. Sjá nánar: http://laugarneskirkja.is/

b. kv.
Bjarni Karlsson

Engin ummæli: