Bjarni skrifar:
Ég var að koma af sýningu Halaleikhópsins á verkinu Sjöundá og get ekki orða bundist að hvetja fólk til leikhúsferðar. Það voru fermingarbörn Laugarneskirkju sem venju samkvæmt fengu sérstaka sýningu á Æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar og þau sátu nelgd undir þessum tæplega tveggja tíma flutningi því efnistökin höfða til allra. Sjöundá er leikgerð á Svartfugli Gunnars Gunnarssonar sem árið 1929 var metsölubók er verkið fyrst kom út í Danmörku. Ágústu Skúladóttur og Þorgeiri Tryggvasyni hefur tekist vel upp ásamt leikhópnum sjálfum að vinna fram þetta verk og enn bætist fjöður í hatt Halaleikhópsins sem á heiður skilinn fyrir frammi stöðu sína.
sunnudagur, 7. mars 2010
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli