miðvikudagur, 20. október 2010

Skilaboð frá Sigrúnu Pálínu og félögum

Ljósa- og kærleikshittingur

Allir sem hafa lifað af kynferðislegt ofbeldi og þeirra vinir/fjölskylda/stuðningsmenn eru velkomnir í Laugarneskirkju fimmtudaginn 21. október kl. 20.

Við ætlum að sameinast í kærleika og von. Við kveikjum á kertum og lýsum upp veginn okkar sem hefur verið grýttur og sár, hlustum á fallega tónlist og tökum á móti læknandi blessun.

Þarna gefst okkur möguleiki á að skrifa sögu okkar og heyra hana lesna upp innan veggja öryggis, þar sem okkur er trúað og við ekki dæmd. Á þann hátt getum við skilað skömminni og rofið þöggunina. Við getum horft á hvert annað og séð að við erum ekki ein.

Von mín er, að við í sameiningu getum skapað rými fyrir sorg og sársauka og fengið í staðinn von og kærleika.
Mér til aðstoðar hef ég fengið gott fólk með viðhorfið og kærleikann á réttum stað; Ástu Sigríði Knútsdóttur, Kolbrúnu Ernu Pétursdóttur og prestana Sr. Bjarna Karlsson og Sr. Jónu Hrönn Bolladóttur.

Velkomin í kaffi í Safnaðarheimili Laugarneskirkju á eftir.


Kær kveðja
Sigrún Pálína Ingvarsdóttir

Engin ummæli: