fimmtudagur, 21. apríl 2011

Frétt um von

Dagarnir breyta um nöfn. í dag er skírdagur, þá kemur föstudagurinn langi.. jú svo er bara venjulegur laugardagur en síðan kemur páskadagur.

Svona gerum við til þess að stoppa okkur af eitt augnablik. Fá okkur sjálf til þess að hugsa og endurmeta. Ætli við séum ekki öll fegin.

Daganöfnin eru tilvísanir í atburði í lífi og dauða Jesú. Saga Jesú frá Nasaret er þannig að maður á hana ekki nema með því að lifa sig inn í hana. Hún er einföld og margslungin í senn. Hún er falleg og ferleg á sama augnabliki. Þar er ást og þar er grimmd, mannleg tign og skítleg eymd og allt hitt sem gerir veruleika okkar svo sáran og sælan. Og yfir sögunni allri er ljómi eða ilmur eða hvað er það sem veldur því að sá sem lifir þessa sögu fyllist von? Sagan um Jesú er frétt um von.

Hafi þjóðfélagið okkar einhverntíman þurft á því að halda að gefa voninni séns þá er það núna. Þess vegna þarf að segja söguna um Jesú, lifa hana já taka hana inn.

Það er kjörið að fara til kirkju. Hér eru slóðir sem sýna dagskrána í kirkjunum þar sem við hjónin þjónum og svo er auðvelt fyrir alla að finna sína sóknarkirkju á netinu.

Vídalínskirkja í Garðabæ: http://kirkjan.is/gardasokn/

Laugarneskirkja í Reykjavík: http://laugarneskirkja.is/

Engin ummæli: