þriðjudagur, 14. apríl 2009

Þjóðkirkjan hefur ekki hagsmuni

Bjarni skrifar: 

Í framhaldi af heilmikilli umræðu hér á Eyjunni um stöðu Þjóðkirkjunnar þá finnst mér brýnt að segja það að Þjóðkirkjan hefur ekki hagsmuni.

Kristin kirkja á enga hagsmuni vegna þess að hún er ekki til sjálfrar sín vegna.  Að því leyti sem kirkja gengur upp í sjálfri sér er hún ekki kristin. 
Kirkjan hefur frá öndverðu skilgreint sjálfa sig og sagst vera „ein, heilög, almenn og postulleg".  (Níkeujátningin):  
  • Ein er kirkjan af því að Guð er einn og kallar alla menn til að sameinast í kærleika.  
  • Heilög er hún í þeim skilningi að hún einblínir á Jesú Krist, helgast honum sem leiðtoga.  
  • Almenn af því að erindi Guðs er við alla jafnt og hún hafnar öllum mannamuni. 
  • Postulleg er kirkjan af því að hún er send.  Kirkjan er ekki sett til að kalla menn til sín heldur til þess að fara út á meðal manna og boða þá nýju lífsmöguleika sem Kristur býður.
Þegar eðli og inntak kirkjunnar er þannig komið á hreint er hægt að spyrja að ytra formi.  Þá má fara að spyrja hvort við viljum þjóðkirkjuskipulag eða bara stofna facebook-grúppu.  

19 ummæli:

Unknown sagði...

Ljómandi gott að þetta er komið á hreint.

Viltu vera svo vænn að láta biskup vita af þessu svo hann geti beðið ríkisvaldið um að fé, sem er eyrnamerkt kyrkjunni fari til þeirra er 'hafa hagsmuni'.

Unknown sagði...

Jesús Kristur. Bara trúað fólk myndi koma framm með svona circular logic.

Kirkja þarf peninga, vilja og vinnu manna til að viðhalda sér = hún hefur því hagsmuni.

Ef hún hefði ekki hagsmuni væri engin ástæða fyrir presta að fara með boðskap sinn inní leik og grunnskóla (hagandi sér eins og sígaréttu fyrirtæki - get them while they are young)

Nafnlaus sagði...

Vonandi verður þetta kirkjubatterí lagt af hið snarasta....ef guð lofar.

Nafnlaus sagði...

Mikið ósköp er það barnaleg afstaða að halda því fram að kirkjan, hvort sem er sem stofnun eða samfélag, hafi enga hagsmuni.

Nafnlaus sagði...

Ef það er barnalegt að halda því fram að kirkjan hafi ekki hagsmuni þá er það í sama máta barnaksapur að segja að foreldri horfi ekki á barnið sitt með hagsmuni sína í huga.

Bjarni Karlsson

Hjalti Rúnar Ómarsson sagði...

Bjarni, trúirðu því í alvörunni að ríkiskirkjan hafi enga hagsmuni?

Nafnlaus sagði...

Ég verð að játa að ég skil ekki eftirfarandi:

"Að því leyti sem kirkja gengur upp í sjálfri sér er hún ekki kristin"

né heldur skil ég eftirfarandi:

"Ef það er barnalegt að halda því fram að kirkjan hafi ekki hagsmuni þá er það í sama máta barnaksapur að segja að foreldri horfi ekki á barnið sitt með hagsmuni sína í huga."

Ég hef því komist að þeirri niðurstöðu að ég er of einfaldur til að skilja þjóðkirkjuna og hennar þjóna.

Nafnlaus sagði...

Ég las þetta blogg og hristi hausinn, en svo las ég um ykkur þið eruð bæði embættismenn.
Ég skil, þið hafið enga hagsmunni að gæta góður húmor hjá ykkur.

Nafnlaus sagði...

Með orðalaginu að ganga upp í sjálfum sér á ég við það þegar einstaklingur eða stofnun hefur ekki annað markmið en viðhald sjálfs sín. Kirkjan er ekki í heiminum til þess að bjarga sjálfri sér. Og þegar ég tala um tengsl foreldra og barna, þá er ég að vísa til þess að hagsmunatengsl foreldra og barna eru einhliða, ef fullt heilbrigði er til staðar. Foreldri með barn í umsjá sinni hefur ekki persónulega hagsmuni gagnvart barninu heldur hefur það hagsmuni barnsins eina að markmiði.
Ef kirkjan stendur undir nafni sem kirkja Jesú frá Nasaret þá tileikar hún sér þetta göngulag í samskiptum við umhverfi sitt. Svo er allt önnur spurning hvort hún geri það í raunveruleikanum, t.d. þegar sóknarprestur krefst þess að fá embætti sitt aftur eftir að hafa misboðið trúnaði barna í sókninni.

Bjarni Karlsson

Nafnlaus sagði...

Það er augljóst að hér fjallar síðuhöfundur um það hvernig kirkja sem vill kalla sig kirkju Jesú Krist getur ekki haft hagsmuni sem snúa að hennar eigin velferð. Mér finnst samlíkingin við stöðu foreldris gagnvart barni sínu skýra þetta ágætlega.

Ég skil þetta sem fræðilega pælingu um eðli alvöru kirkju, frekar en staðreyndaskrif um Þjóðkirkjuna í dag. Kannski hefði verið heppilegra að segja: „Þjóðkirkjan á ekki að hafa hagsmuni.“

Hjalti Rúnar Ómarsson sagði...

Já, það gæti vel verið að Bjarni átti sig ekki á muninum á því að segja: "Þjóðkirkjan hefur ekki hagsmuni" og "Þjóðkirkjan á ekki að hafa hagsmuni."

Er sú raunin, Bjarni?

Guðmundur Brynjólfsson sagði...

Ég er nú ekkert afburðagreindur en bara svona bærilega vel af Guði gerður og mér finnst þetta nú ekki flókið sem Bjarni er að halda fram. Hitt er annað að það má dunda sér við að misskilja það og snúa út úr því - enda tómstundagaman fólks mismunandi.

Matti sagði...

GB, útskýrðu fyrir okkur hinum hvað Bjarni á við.

Auðvelt að halda því fram að maður skilji eitthvað og aðrir misskilji ef maður lætur þar við sitja.

Guðmundur Brynjólfsson sagði...

Nei, Matti - ég ætla ekki að útskýra "fyrir ykkur hinum" hvað Bjarni á við.
Skilningur minn eða annarra getur aldrei farið eftir því hverju ég held fram um skilning eða skilningsleysi. Það er einn misskilningurinn enn.

Matti sagði...

Með öðrum orðum: Þú hefur ekki hugmynd um hvað Bjarni meinar!

Ég held að Hjalti Rúnar hafi svarið, Bjarni ætlaði að segja að Þjóðkirkjan ætti ekki að hafa hagsmuni því það er deginum ljósara að Þjóðkirkjan hefur gríðarlega hagsmuni.

Nafnlaus sagði...

Ágætu lesendur þesa bloggs.

Hér er komið að kjarna máls. Ég er vitaskuld að segja að ef Íslenska Þjóðkirkjan vill vera kirkja Jesú frá Nasaret þá getur hún ekki haldið uppi neinum eiginhagsmunum.

Auðvitað veit ég hafandi verið starfsmaður Þjóðkirkjunnar í áratugi að þar eru margvíslegir hagsmunir á ferð sem menn sjá, fjárhagslegir, félagslegir, tilfinningalegir og Guð má vita hvers eðlis. Með því að slengja fram þessari fullyrðingu er ég að vísa til þess sem ég tel að megi fullyrða að hljóti að vera hið rétta eðli og inntak Þjóðkirkjunnar ef hún vill vera heil og marktæk í samfélaginu.
Ætlunin er ekki sú að reyna að rugla fólk í ríminu og enn síður að reyna að villa heimildir á Þjóðkirkjunni. Hún birtist þessu samfélagi sannarlega ekki sem hagsmunalaust batterí ég geri mér vel grein fyrir því. Hins vegar lifum við þá dásamlegu tíma í dag að almannarómur hleypir kirkjunni ekki upp með neinn moðreyk heldur krefur hana um að vera sönn og heiðarleg og vera köllun sinni trú. Þess vegna er það enn ljósara í dag en nokkru sinni fyrr að Þjóðkirkjan hefur ekki hagsmuni... með réttu.

Þakka ykkur fyrir áhugann.

Bjarni Karlsson

Hjalti Rúnar Ómarsson sagði...

Jæja, Guðmundur, raunin var greinilega sú að við vorum ekki að misskilja Bjarna viljandi, heldur notaði Bjarni alveg ótrúlega ruglandi orðalag.

Hann verður að átta sig á því að þegar hann skrifar: "Þjóðkirkjan hefur ekki hagsmuni", að þá á fólk eftir að skilja það þannig að kirkjan hafi ekki hagsmuni, ekki að kirkjan ætti ekki að hafa hagsmuni.

Guðmundur Brynjólfsson sagði...

Ég get ekki betur séð en að Bjarni sé að ártétta það sem hann sagði í upphafi.

Nafnlaus sagði...

Jebus

Þó að þjóðkirkjan ætlaði sér ekkert annað en að fylgja boðskap Jésu Krists og biblíunar (þar sem allar heimildir um þann boðskap eiga að vera skrásettar) þá eru það samt hagsmunir. Það eru helling af hagsmunum í nútíma þjófélagi hjá borgurum sem stangast á við boðskap biblíunar.

Ég vil ekki vera leiðinlegur við kirkjunar menn og vera að slá þá í hausinn með reglustiku (þar sem rökfræði er sjaldanst þeirra sterkasta hlið) en þetta er bara meinigalaust airy fairy þvaður í ykkur, meiningalaust í öllum raundæmum.