þriðjudagur, 3. febrúar 2009

Tólf sporin, andlegt ferðalag - þrautreynd aðferð

Bjarni skrifar:

Mig langar að vekja athygli á því að í kvöld eru síðustu forvöð að stökkva upp í lestina í 12 spora hópum Laugarneskirkju á þessu starfsári.
Komið er saman alla þriðjudaga kl. 20:00 yfir vetrartímann í mörgum smáum hópum sem fikra sig sameiginlega í átt að aukinni birtu og vaxandi lífsgæðum eftir sporunum tólf. Hér er um að ræða þrautreynda aðferð sem nú stendur opin öllum sem vilja vinna með markvissum hætti úr lífsreynslu sinni.
Það er félagsskapurinn Vinir í bata sem stendur á bak við starfssemina, en kirkjan skapar henni vettvang.

Verið velkomin að kynna ykkur málin.
Gengið er inn um aðaldyr Laugarneskirkju kl.20:00.
Nánari upplýsingar eru á heimasíðu 'viniribata.is'.

Engin ummæli: