sunnudagur, 1. nóvember 2009

Efling fjölsklydunnar - bæn og hugrekki

Bjarni skrifar:

Mig langar að vekja athygli á tveimur áhugaverðurm námskeiðum sem eru í boði inni í laugarneskirkju.

I
Þrjú næstu laugardagskvöld að loknum kvöldsöng í kirkjunni kl. 20:00 mun ég fjalla um bæn og hugrekki. Þar verður tekinn slagurinn við þær daglegu venjur sem trufla innra líf okkar og gera það að verkum að við náum hvorki sambandi við himinn né jörð heldur lifum tóman skarkala. Á fornu máli kirkjunnar heitir aðferðin bæn og fasta og er líka stundum nefnd iðrun og yfirbót þegar horft er á hana frá öðru sjónarhorni. Á námskeiðinu mun líka tala kona að nafni Besty Aikins sem er sérfræðingur í kennslu barna með námsraskanir og hefur hún margt gott til málanna að leggja.

II
Á miðvikudaginn kemur (4.11.) kl. 20:00 mun Besty og eiginmaður hennar sr. Gregory Aikins hefja fjögurra kvölda námskeið um eflingu fjölskyldunnar þar sem rætt verður um:

  • Samskiptavandamál hinna fullorðnu á heimilnu með lausnamiðuðum hætti,
  • fjallað um þrjár hagnýtar aðferðir til að sýna börnum ástúð um leið og þau hljóta heilbrigðan aga,
  • og loks er fjallað um hvernig við getum veitt börnum okkar andlagn og siðferðislegan grundvöll svo að þau verði farsælt fólk.

Námskeiðin fara fram í safnaðarheimili Laugarneskirkju og má nálgast nánari upplýsingar á heimasíðu safnaðarins, laugarneskirkja.is, eða senda mér línu á netfangið: srbjarni@ismennt.is

b. kv.

Bjarni Karlsson
820 8865

Engin ummæli: