mánudagur, 2. nóvember 2009

Efling samskipta

Jóna Skrifar:


Nýtt fjögurra kvölda námskeið hefst í safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ þriðjudaginn 3. nóvember kl. 20-22. Það er mikilvægt fyrir hverja manneskju að skoða og bæta samskipti sín við sjálfa sig og aðra. Námskeiðið efling samskipta er góður stuðningur við það verkefni. Umsjón með námskeiðinu hefur sr. Gregory Aikins ásamt sr. Jónu Hrönn Bolladóttur og sr. Friðrik J. Hjartar.Sr. Gregory Aikins er bandarískur en hefur starfað lengi á Íslandi og kennir á íslensku. Upplýsingar og skráning er á gardasokn.is eða í síma 565 6380 (Vídalínskirkja).

Þetta er fjögurra kvölda námskeið sem hefst þann 3.nóvember og síðan 10.nóvember, 17.nóvember og 24.nóvember


Hver sem staða þín er í lífinu þá eru samskipti við fólk hluti af þínu daglegu lífi. Í öllum mannlegum samskiptum koma upp vandamál.


Á námskeiðinu er einstakt tækifæri til að taka þrjú mikilvæg skref í átt til betri samskipta:


1. DÝPRI SJÁLFSVITUND

Með því að nota vel þekkta persónuleikakönnun muntu uppgötva þann styrk og þá eiginleika sem þú býrð yfir.


2. AÐ SKILJA AÐRA

Þú munt læra að þekkja betur þína nánustu. Þú færð skýarari mynd af grundvallarskapgerðareinkennum og hvernig á að hvetja hverja manngerð fyrir sig til verka. Einnig muntu læra hvers vegna þínir nánustu bregðast við eins og þeir gera undir ákveðnum kringumstæðum.


3. AÐ EFLA PERSÓNULEG SAMBÖND

Loks muntu læra hvernig þú getur notað þann skilning sem þú öðlast á námskeiðinu til að temja þér meiri og betri aðlögunarhæfni í samskiptum við aðra.


Þátttakendur greiða aðeins kostnað af kennslugögnum sem er 2.500 krónur.


Allir velkomnir

Engin ummæli: