Bjarni skrifar:
Ég naut þeirrar heppni að vera boðaður á þjóðfundinn í Höllinni. Maurarnir eiga heiður skilinn fyrir frammúrskarandi skipulag og frumkvæði. Hafi einhver efast um að þverskurður þjóðfélagsins yrði til staðar á fundinum var það afsannað í verki því þarna sat fólk víðsvegar að af landinu á öllum aldri með gjörólíkan bakgrunn og ræddist við þvert á alla hagsmunamúra. Í ljós kom að þjóðin á sannarlega einn sameiginlegan sið. Hún getur talað saman í fjölbreytileika sínum þannig að eining og samstaða ríki.
Þarna var ekki kappræða heldur samtal, ekki hagsmunaátök heldur hagsmunavirðing.
Íslensk þjóð! Höldum nú áfram að tala saman. Leyfum breytingunni að eiga sér stað. Yfirgefum hugarfar yfirráðanna og leiðum hugarfar hins frjálsa manns til vegs. Þjóðfundurinn kaus hugtakið HEIÐARLEIKA sem æðsta markmið í framtíð þjóðarinnar. Tökum mark á því í orði og verki.
Nú ríður á að einstaklingar, félög og stofnanir vinni úr niðurstöðum þjóðfundarins hver á sínu sviði og í sínum aðstæðum. Látum nú ekki úrtöluraddir þagga niðurstöður þessa sögulega fundar.
laugardagur, 14. nóvember 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli