Bjarni skrifar:
Ég hvet allt fólk til að skoða tillögur Njarðar P. Njarðvík á heimasíðunni 'nyttlydveldi.is'
Ég skrifa undir þetta fyrir mitt leyti. Mér virðist við standa í þeim sporum sem þjóð að sá sáttmáli sem liggur samfélagi okkar til grundvallar sé búinn að riðlast. Við vitum ekki lengur hver við erum og þ.a.l. getum við ekki vitað hvert stefna skuli . Annað hvort leggjum við árar í bát eða vinnum það verk og höfum þá fyrirhöfn sem það kostar að vera þjóðfélag. Ég kýs seinni kostinn.
sunnudagur, 25. janúar 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Sæll Bjarni
Ertu að hvetja fólk til að snúa sér að þessu fólki sem etv fer í framboð? Sé ekkert um það á síðunni þeirra hver afstaða þessa fólks er t.d til stöðu kirkjunnar í þessu nýja lýðveldi. Mikið finnst mér óþægilegt að presturinn minn skuli blanda sér svona í pólitíska baráttu og dægurþras.
Ánægður með ykkur , fyllilega sammála.
Þess vildi ég óska að ég hefði rangt fyrir mér og hér væri ekki um annað að ræða en dægurþras á yfirborði stjórnmála. Raunar er ég ekki að hvetja fólk til að snúa sér að þeim persónum sem þarna eru að verki og kjósa þær til valda, heldur tel ég tillögur og hugmyndir Njarðar P. Njarðvík allrar skoðunar verðar.
Aðal atriðið í þeim er sú sannfæring að nú verði að undirbyggja lýðveldi okkar að nýju, byggja frá grunni og tryggja að allur landslýður fái meðvitaða tilfinningu fyrir því að tilheyra samfélagi sem hann skilur, þekkir og treystir. Á það skortir mjög og það er hættulegt ástand. Sem presti er mér skylt að þróa með mér skilning og skoðanir á almannaheill, og ég segi að nú er almannaheill í hættu vegna rótgróinnar spillingar í stjórnkerfi landsins, andvaraleysis almennings og þeirrar ábyrgðarlausu hegðunar sem viðhöfð hefur verið í viðskiptum í skjóli hvors tveggja. Þetta er ekki dægurþras heldur dauðans alvara.
Hverjum sem vera skal má þykja það óþægilegt að ég blandi mér í pólitíska baráttu, en mér er það ekki bara frjálst heldur skylt sem guðfræðingi og kennimanni kristinnar kirkju.
Bjarni Karlsson
Skrifa ummæli