Konudagurinn er 22.febrúar af því tilefni verður mikil hátíð í Garðasókn. Messað verður í Vídalínskirkju kl.11. Þar mun dr. Arnfríður Guðmundsdóttir fyrsti kvenprófessorinn við guðfræðideild HÍ predika. Sr.Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar fyrir altari ásamt djáknunum Nönnu Guðrúnu Zöega, Jóhönnu Guðrúnu Ólafsdóttur og Jóhönnu Kristínu Guðmundsdóttur.
Kvennakór Garðabæjar syngur undir stjórn Ingibjargar Guðjónsdóttur, jafnframt syngja stúlkur úr gospelkór Jóns Vídalíns undir stjórn Maríu Magnúsdóttur. Að lokinni messu munu lionsklúbbar Garðabæjar reiða fram súpu og brauð. Í messukaffinu mun Ingibjörg Guðjónsdóttir syngja. Þá verður list- og handverksmarkaður í safnaðarheimilinu, hluti af ágóðanum fer í styrktarsjóð Garðasóknar til að mæta fólki í erfileikum. Konur og karlar eru hvött til að mæta í Vídalínskirkju á konudaginn og taka þátt í efla félagsauð í samfélaginu sem er mikilvægt á öllum tímum.
Kl.20 verður kvöldvaka í Vídalínskirkju. Sr.Jóna Hrönn Bolladóttir predikar og gospelkór Jóns Vídalínskirkju syngur undir stjórn Maríu Magnúsdóttir. Jóhann Þorsteinsson og Þorgrímur Þorsteinsson flytja tvö lög en þeir luku Garðaskóla í Garðabæ fyrir tæpu ári síðan.
miðvikudagur, 18. febrúar 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Þetta verður örugglega skemmtilegur dagur hjá ykkur í Garðasókn. Mikið er ánægjulegt að sjá þessa áherslu á konudaginn - ekki bara áróður um að karlar eigi að gefa konu (sinni) blóm. Ég hef í gegnum tíðina harðbannað mínum manni að koma með blóm á þessum degi; ég skal glöð taka á móti þeim alla aðra daga!
Kristín Björg
Skrifa ummæli