miðvikudagur, 27. janúar 2010Það er þannig í lífinu að sum atriði eru aðal atriði. Eitt af aðal atriðum lífsins er sanngirni.
Ég hef kynnst mörgu fólki um dagana. Alls konar fólki með fjölbreyttan lífsstíl sem hefur alls konar skoðanir á hinu og þessu. Lífsstíll og skoðanir eru út af fyrir sig mjög áhugaverðir hlutir - en það sem ræður úrslitum þegar fólk byrjar að tala saman er það hvort fólk langar að vera sanngjarnt. Ef sanngirni ríkir þá nær fólk að kynnast.

Ég held að sanngirni og forvitni séu náskyldir hæfileikar.
Sá sem er forvitinn er alltaf að læra eitthvað nýtt og vill ekki læsa hugsanir sínar niður í skúffu.
Sá sem leitast við að vera sanngjarn hlustar líka á fólk til þess að læra af því. Ég hef komist að því að hver einasta persóna sem ég hitti getur kennt mér eitthvað nýtt, ef ég bara hlusta eftir því sem hún hefur að segja.

Engin ummæli: