föstudagur, 22. janúar 2010

Jón Gnarr og Bjarni takast á

Bjarni skrifar:

Það verður frekar skemmtilegt á morgun hjá mér og öllu þessu dásamlega fólki sem er að styðja mig í prófkjörinu. Ég verð í Kolaportinu frá kl. 11:00 með fallegan bás, veitingar og stemmningu.

kl. 16:00 verður framboðsfundur þar sem Jón Gnarr mun takast á við mig þar sem við erum jú báðir í framboði hvor fyrir sinn flokkinn. En áður mun dr. Haukur Ingi Jónasson hugleiða spurningua „Hvað er pólitík?", Hildur Eir Bolladóttir mun segja eitthvað fallegt um MIG og Jóna Hrönn grínast með kallinn eins og henni er einni lagið.

Tónlist verður í höndum Árna Heiðars Karlssonar, Önnu Siggu Helgadóttur, Ernu Blöndal og Arnar Arnarsonar.

Skrifum söguna saman...


Bjarni Karlsson
(Sækist eftir 3.-4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar v. borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík 2010)

4 ummæli:

Unknown sagði...

Góða skemmtum og gangi þér/ykkur vel á morgun.
mkv Jóhanna

Nafnlaus sagði...

Já, sr. Bjarni, borgin okkar á það skilið, sem þér gengur til með heiðarleika, sanngirni og þessu þori til að fylgja þessu tvennu og skapa von (.. en þolir Samfylkingin þig?)

Nafnlaus sagði...

Örn, um Örn, frá Erni, til Arnar.

Sennilega er tónlistin m.a. í höndum Arnar Arnarsonar, sem á kyn til góðra tónlistarhæfileika.

Gangi þér annars allt í haginn.

Kv.
Jón Kr. Arnarson

Nafnlaus sagði...

Takk Jón. Það er stundum fart á manni... :)