fimmtudagur, 28. janúar 2010

vald



Nú er ég að bjóða mig fram til prófkjörs í þeirri von að komast í borgarstjórn Reykjavíkur. Ég er m.ö.o. að sækjast eftir völdum. Þess vegna langar mig að útskýra afstöðu mína til valda og hvað ég er að meina með því að sækjast eftir þeim.
Í grófum dráttum er til tvennskonar meðhöndlun á valdi. Það er hægt að safna valdi og það er hægt að dreifa því. Taktu eftir þessu tvennu: Að safna valdi eða dreifa því, það er sitt hvað.
Ástæða þess að ég er að gefa kost á mér í prófkjöri Samfylkingarinnar Laugardaginn 30. janúar er sú að ég hef andúð á valdssöfnun en dáist að fólki sem kann að meðhöndla vald til þess að afhenda það út til þeirra sem á því þurfa að halda. ..Það er siðferðislega skylda stjórnmálamannsins í lýðræðisþjóðfélagi að vinna í sífellu að því að dreifa völdum, þannig að allir þegnar samfélagsins heyri sína rödd, heyri talað um sínar aðstæður og sína hagsmuni. Þá skapast traust og friður sem allir sækjast eftir.

2 ummæli:

Bragi Guðbrandsson sagði...

Nú sem aldrei fyrr þarf íslensk þjóð á að halda stjórnmálamenn með sterkt siðferði og heilbrigð lífsgildi.
Gangi þér vel í baráttunni Bjarni!
Bragi Guðbrandsson

Nafnlaus sagði...

Blessaður Bragi og þakka ér fyrir hvatninguna.
Bjarni