laugardagur, 23. janúar 2010

Þú átt Reykjavík

Bjarni skrifar:

Það verður prófkjörsstemmning í Kolaportinu í dag. Kl. 14:00 verður fundur í Kaffi Porti á vegum Dags B. Eggertssonar þar sem frambjóðendur til prófkjörs Samfylkingarinnar mæta til leiks í tilefni af því að ár er liðið frá þeirri ákvörðun að slá af hugmyndir um að leggja Kolaportið undir bílastæði. Þar verður tónlist og gaman að koma.

Þá er ég með opinn prófkjörs-bás á svæðinu þar sem ég vil hitta fólk að máli til að kynna áherslur mínar í tengslum við framboð mitt í 3. - 4. sæti.

Kl. 16:00 verður svo samkoman sem ég sagði hér frá í gær þar sem dr. Haukur Ingi Jónasson um svara spurningunni: Hvað er pólitík áður en Jón Gnarr gengur fram og viðrar pólitísk stefnumið Besta flokksins. Þá mun ég tala og greina frá því sem mér liggur á hjarta varðandi málefni og framtíð Reykjavíkur. Yfirskrift þess sem ég hef að segja er þessi: Þú átt Reykjavík! Verum virkir borgarar og tökum þátt í lífinu.

Engin ummæli: