Bjarni skrifar:
Gott fólk, mig langar til að þakka öllu því hæfileikaríka og sterka fólki sem sameinaðist um að styðja framboð mitt í prófkjöri Samfylkingarinnar sem nú hefur skilað mér inn í 5. sæti. Þið voruð ótrúleg, hvert og eitt! Raunar er ég standandi bit að verða vitni að allri þeirri einbeitni og þeim félagslega áhuga sem kraumar undir í öllu því mikla sjálfboðaliðastarfi sem unnið var í kringum þetta prófkjör hjá öllum frambjóðendum. Samfélagið má vera þakklátt þessu fólki öllu sem þannig leggur krafta sína og sál fram í þágu samfélagsins.
Nú varðar miklu að framhaldið sé gott. Nú er það von mín að okkur auðnist að efla með okkur pólitíska orðræðu sem eykur samstöðu með því að horfa á raunverulegar þarfir fólks. Lausnamiðuð hugsun er hugarfar sem tekur mark á þörfum. Þannig þarf að stunda stjórnmál. Í stað átakamiðaðrar nálgunar eigum við að leyfa hagsmunum að sameina. Ólíkir hagsmunir geta sameinað fólk svo framarlega sem við viðurkennum að við erum öll á sama báti og viljum leitast við að virða hagsmuni fólks.
sunnudagur, 31. janúar 2010
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli